Viðskipti erlent

Repúblikanar skoða gullfót undir dalinn

Mitt Romney Forsetaframbjóðandi repúblikana.
Mitt Romney Forsetaframbjóðandi repúblikana.
Repúblikanaflokkurinn, annar af stóru flokkunum tveimur í Bandaríkjunum, hyggst kalla eftir því í stefnuskrá sinni fyrir forsetakosningarnar í haust að stofnuð verði nefnd til að skoða tengingu Bandaríkjadals við gullfót.

Dalurinn var skiptanlegur í tiltekið magn gulls til ársins 1971 þótt hann hafi ekki verið á eiginlegum gullfæti síðan á 19. öld. Ekkert ríki í heiminum tengir gjaldmiðill sinn gulli í dag en gullfótur er almennt talinn skaðlegur fyrir hagvöxt og stöðugleika.

Í drögum að stefnuskrá Repúblikanaflokksins, sem verður samþykkt á landsfundi flokksins sem hófst á mánudag, er einnig kallað eftir því að þingið hafi eftirlit með peningamálastefnu bandaríska Seðlabankans. Síðustu áratugi hefur seðlabankinn verið sjálfstæður frá afskiptum stjórnmálamanna þótt forseti Bandaríkjanna skipi yfirmenn bankans sem þingið þarf jafnframt að samþykkja.- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×