Betri aðbúnaður sjúklinga í augsýn Kristín Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2012 06:00 Fyrirhuguð endurnýjun Landspítala við Hringbraut snýst fyrst og fremst um bætta þjónustu við sjúklinga og aðstandendur þeirra. Gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi eflist mjög við flutning í nýtt húsnæði á nýjum spítala. Þar munu gjörgæsludeildir í Fossvogi og Hringbraut sameinast á einum stað, sem hefur í för með sér ýmsa kosti og hagræðingu. Á gjörgæsludeildinni í Fossvogi eru mikið veikir einstaklingar frá öllu landinu. Þetta er fólk sem lent hefur í alvarlegum slysum, gengist undir stórar aðgerðir eða mikið veikt fólk sem þarf stöðugrar gæslu við. Á deildinni vinnur öflugur hópur starfsmanna gott starf og sinnir sjúklingum af kostgæfni og fagmennsku. Mikil þrengsli og skortur á viðunandi aðstöðu fyrir sjúklinga eru staðreynd á gjörgæsludeildinni. Oft þurfa allt að sex gjörgæslusjúklingar að deila herbergi/sal, en æskilegt væri að þeir hefðu einbýli eða möguleika á að skilja á milli rúmstæða. Það kemur m.a. til af sýkingarhættu, en við og við hafa komið upp sýkingar á spítalanum sem reynst geta hættulegar. Rannsóknir hafa sýnt að með einbýlum er hægt að minnka sýkingartíðni umtalsvert. Aðbúnaður fyrir aðstandendur á gjörgæsludeildinni er ófullnægjandi. Í þessu sambandi má nefna að margir þeirra sjúklinga sem koma á gjörgæsludeild í Fossvogi eru börn og ungt fólk. Foreldrar barna og aðrir aðstandendur eru oft undir miklu andlegu álagi og skiptir því miklu að hafa næði og gott rými á staðnum. Þar er hins vegar einungis eitt aðstandendaherbergi. Reynt hefur verið að koma til móts við fólk með því að setja upp skilrúm inni í herberginu þegar aðstandendur fleiri en eins sjúklings eru á gjörgæsludeild á sama tíma, en sú staða kemur daglega upp. Gert er ráð fyrir að með nýbyggingum Landspítala á einum stað batni aðstaða fyrir sjúklinga og aðstandendur til mikilla muna. Það tengist ekki síst því að þar verða einbýli fyrir alla sjúklinga. Á einbýlum geta sjúklingar notið friðhelgi einkalífs, sem ekki er hægt að bjóða öllum sjúklingum upp á eins og staðan er í dag. Aukið rými skapast fyrir aðstandendur sem auðveldar þeim að dveljast nærri sínum nánustu. Fleiri mikilvæga þætti má nefna. Undanfarin ár hefur orðið mikil þróun í tækjum sem tengjast heilbrigðisþjónustu. Það veitir okkur tækifæri á að bæta þjónustu við sjúklinga. Ný tæki sem auka möguleika á bættri meðferð mikið veikra sjúklinga á gjörgæslu taka mikið rými. Vegna þrengsla á deildinni nær hún ekki að uppfylla alþjóðlega meðferðarstaðla, sem m.a. gera ráð fyrir því að læknar og hjúkrunarfólk hafi sem best aðgengi að sjúklingnum. Á þessu verður bót með nýjum spítala. Að lokum skal nefnt að aðstaða starfsfólks batnar verulega á nýjum spítala og aukin hagkvæmni næst fram. Með sameiningu gjörgæsludeilda í Fossvogi og við Hringbraut á einum stað fæst betri yfirsýn og hægt er að samnýta starfsfólk og tæki betur. Með sameiningu kynnist starfsfólk fleiri sviðum gjörgæslustarfseminnar, sem bætir fagþekkingu og gerir starfið fjölbreyttara og eftirsóknarverðara. Brýnt er og tímabært að sameina starfsemi gjörgæsludeildanna á einum stað. Með nýjum spítala fást miklar umbætur fyrir þann hóp sem starfsemi spítala snýst um, en það eru sjúklingar þessa lands. Berum hag þeirra fyrir brjósti með því að tryggja öryggi og gæði þeirrar þjónustu sem þeir eiga rétt á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Fyrirhuguð endurnýjun Landspítala við Hringbraut snýst fyrst og fremst um bætta þjónustu við sjúklinga og aðstandendur þeirra. Gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi eflist mjög við flutning í nýtt húsnæði á nýjum spítala. Þar munu gjörgæsludeildir í Fossvogi og Hringbraut sameinast á einum stað, sem hefur í för með sér ýmsa kosti og hagræðingu. Á gjörgæsludeildinni í Fossvogi eru mikið veikir einstaklingar frá öllu landinu. Þetta er fólk sem lent hefur í alvarlegum slysum, gengist undir stórar aðgerðir eða mikið veikt fólk sem þarf stöðugrar gæslu við. Á deildinni vinnur öflugur hópur starfsmanna gott starf og sinnir sjúklingum af kostgæfni og fagmennsku. Mikil þrengsli og skortur á viðunandi aðstöðu fyrir sjúklinga eru staðreynd á gjörgæsludeildinni. Oft þurfa allt að sex gjörgæslusjúklingar að deila herbergi/sal, en æskilegt væri að þeir hefðu einbýli eða möguleika á að skilja á milli rúmstæða. Það kemur m.a. til af sýkingarhættu, en við og við hafa komið upp sýkingar á spítalanum sem reynst geta hættulegar. Rannsóknir hafa sýnt að með einbýlum er hægt að minnka sýkingartíðni umtalsvert. Aðbúnaður fyrir aðstandendur á gjörgæsludeildinni er ófullnægjandi. Í þessu sambandi má nefna að margir þeirra sjúklinga sem koma á gjörgæsludeild í Fossvogi eru börn og ungt fólk. Foreldrar barna og aðrir aðstandendur eru oft undir miklu andlegu álagi og skiptir því miklu að hafa næði og gott rými á staðnum. Þar er hins vegar einungis eitt aðstandendaherbergi. Reynt hefur verið að koma til móts við fólk með því að setja upp skilrúm inni í herberginu þegar aðstandendur fleiri en eins sjúklings eru á gjörgæsludeild á sama tíma, en sú staða kemur daglega upp. Gert er ráð fyrir að með nýbyggingum Landspítala á einum stað batni aðstaða fyrir sjúklinga og aðstandendur til mikilla muna. Það tengist ekki síst því að þar verða einbýli fyrir alla sjúklinga. Á einbýlum geta sjúklingar notið friðhelgi einkalífs, sem ekki er hægt að bjóða öllum sjúklingum upp á eins og staðan er í dag. Aukið rými skapast fyrir aðstandendur sem auðveldar þeim að dveljast nærri sínum nánustu. Fleiri mikilvæga þætti má nefna. Undanfarin ár hefur orðið mikil þróun í tækjum sem tengjast heilbrigðisþjónustu. Það veitir okkur tækifæri á að bæta þjónustu við sjúklinga. Ný tæki sem auka möguleika á bættri meðferð mikið veikra sjúklinga á gjörgæslu taka mikið rými. Vegna þrengsla á deildinni nær hún ekki að uppfylla alþjóðlega meðferðarstaðla, sem m.a. gera ráð fyrir því að læknar og hjúkrunarfólk hafi sem best aðgengi að sjúklingnum. Á þessu verður bót með nýjum spítala. Að lokum skal nefnt að aðstaða starfsfólks batnar verulega á nýjum spítala og aukin hagkvæmni næst fram. Með sameiningu gjörgæsludeilda í Fossvogi og við Hringbraut á einum stað fæst betri yfirsýn og hægt er að samnýta starfsfólk og tæki betur. Með sameiningu kynnist starfsfólk fleiri sviðum gjörgæslustarfseminnar, sem bætir fagþekkingu og gerir starfið fjölbreyttara og eftirsóknarverðara. Brýnt er og tímabært að sameina starfsemi gjörgæsludeildanna á einum stað. Með nýjum spítala fást miklar umbætur fyrir þann hóp sem starfsemi spítala snýst um, en það eru sjúklingar þessa lands. Berum hag þeirra fyrir brjósti með því að tryggja öryggi og gæði þeirrar þjónustu sem þeir eiga rétt á.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun