Samstarf

Bætt þjónusta í Glerborg

Stefán Geir (til vinstri) er nýr starfsmaður þjónustudeildar Glerborgar. Hér er hann ásamt Hafsteini Hilmarssyni, sölustjóra.
Stefán Geir (til vinstri) er nýr starfsmaður þjónustudeildar Glerborgar. Hér er hann ásamt Hafsteini Hilmarssyni, sölustjóra.
Stefán Geir Stefánsson er nýr starfsmaður þjónustudeildar Glerborgar. „Ég stýri þjónustudeildinni hér hjá Glerborg. Í því felst að gefa góð ráð til viðskiptavina okkar og meta aðstæður þegar kemur að glugga- og glerskiptum. Einnig að sjá um mælinga- og ísetningarþjónustuna,“ segir hann.

Þjónusta Glerborgar einskorðast ekki við höfuðborgarsvæðið. „Við erum í samstarfi við góða aðila úti á landi varðandi mælingar og ísetningarþjónustu. Það mætti segja að við séum með lykilmenn í hverjum fjórðungi.“

Stefán Geir hefur starfað í byggingariðnaðinum í áratugi og veit hvað hann syngur þegar kemur að gluggum og gluggasmíði. „Ég var lengi verkstjóri í stærstu hurða- og gluggaverksmiðju landsins. Þannig að ég hef séð einn eða tvo glugga áður,“ segir Stefán Geir í gamansömum tón.

Nú í vor fagnar Glerborg 40 ára afmæli sínu og í tilefni þess hafa söluskrifstofur verið endurnýjaðar og nýr og glæsilegur sýningarsalur opnaður að Dalshrauni 13 í Hafnarfirði.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×