Nýtt sjúkrahótel er nauðsyn Bryndís Konráðsdóttir skrifar 31. mars 2012 06:00 Ár hvert horfast þúsundir Íslendinga í augu við að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús eða fylgja nákomnum ættingjum til sjúkrahúsdvalar. Allir sem upplifað hafa sjúkdóma eða slys í sínu nánasta umhverfi þekkja álagið sem slíkt getur valdið einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Öryggi og hlýlegt umhverfi er nokkuð sem fólk sem gengist hefur undir aðgerðir eða aðra sjúkrahúsmeðferð sækist eftir. Undanfarin ár hefur legutími á sjúkrahúsum styst og æ fleiri sjúklingar njóta dag- og göngudeildarþjónustu eftir meðferð á sjúkrahúsi. Slíkt hentar þó ekki alltaf og getur líðan sjúklinga og búseta haft þar áhrif á. Dvöl á sjúkrahóteli er stundum bráðnauðsynleg og góður kostur til að brúa bilið milli sjúkrahúslegu og heimferðar. Í þessu skyni hefur sjúkrahótel verið rekið undanfarna þrjá áratugi. Ísland var raunar fyrst Norðurlandanna til að reka slíkt hótel en lengst af sá Rauði krossinn um rekstur þess og vann með því mikið frumkvöðlastarf. Hin seinni ár hefur sjúkrahótelið verið rekið samkvæmt samningi LSH og Sjúkratrygginga Íslands. Nýtist landsbyggðarfólki velEn hverjir sækja sjúkrahótel? Það eru fyrst og fremst einstaklingar sem þurfa heilsu sinnar eða aðstandenda vegna að dvelja fjarri heimabyggð vegna rannsókna og meðferðar. Auk þess nýtist sjúkrahótel þeim sem dvalið hafa á sjúkrahúsi sem liður í frekari endurhæfingu og bata. Gestum er veitt hjúkrun og ráðgjöf vegna heilsufarsvanda og þeim liðsinnt við að sækja heilbrigðisþjónustu auk almennrar hótelþjónustu. Áhersla er lögð á heimilislegt og hlýlegt umhverfi en það hefur talsverða þýðingu í bataferlinu og flýtir fyrir heimferð. Og hvar er sjúkrahótelið? Hótelið er í dag til húsa í Ármúla 9, í sama húsi og Park Inn hótel. Það er því í nokkurri fjarlægð frá spítalanum sjálfum. Mikið óhagræði er af því að rekstur hótelsins sé svo langt frá spítalanum og takmarkar í raun notkunarmöguleika þess. Foreldrar sem koma með veik börn sín til meðferðar á Barnaspítalanum geta til dæmis átt erfitt með að víkja langt frá. Fyrir einstaklinga og fjölskyldurNú hillir þó undir breytingar til batnaðar. Í 1. áfanga nýrra bygginga á Landspítalalóð er fyrirhugað að reisa sjúkrahótel, sem verður hluti sameinaðs Landspítala við Hringbraut. Á hótelinu er gert ráð fyrir 77 herbergjum, en þarna verða bæði einstaklings- og fjölskylduherbergi. Þetta er fjölgun um 20 herbergi frá því sem nú er og er brýn þörf á, enda hefur verið vaxandi eftirspurn eftir sjúkrahótelinu. Þrátt fyrir að rýmum hafi verið fjölgað síðasta árið hefur þurft að setja sjúklinga á biðlista. Hið nýja sjúkrahótel, sem vonandi verður tekið í notkun innan fimm ára, rís rétt norðan núverandi barnaspítala og fæðingardeildar. Hótelið verður skammt vestan við þá byggingu sem hýsa mun göngudeildir og geislameðferð. Með byggingu sjúkrahótels á spítalalóðinni feta Íslendingar í fótspor frændþjóða en víða í nágrannalöndunum eru sjúkrahótel orðin nauðsynlegur hluti nútíma spítalastarfsemi. Nálægð við spítala eykur öryggiSjúkrahótelið mun nýtast öllum sjúklingum sem þurfa á þjónustu þess að halda. Nálægðin við spítalann eykur mjög öryggi þeirra, því aðgangur er þá að öllu öryggisneti hans. Þar með er hægt að kalla eftir aðstoð ef eitthvað kemur upp á og þá er stutt að fara. Þá geta gestir sjúkrahótelsins komist á alla helstu meðferðarstaði innan spítalans þurrum fótum. Mikill akkur er í því fyrir fólk sem flest hvert er nýkomið úr aðgerðum eða annarri sjúkrahúsmeðferð og sækir jafnvel daglega þjónustu inn á LSH. Bætt aðstaða sjúklinga og aðstandenda þeirra er falin í byggingu sjúkrahótelsins sem verður að veruleika í fyrsta áfanga stækkunar Landspítala. Þær framfarir sem verða í þjónustu við sjúklinga með byggingunni eru jafnframt mikilvægt skref inn í nútíma sjúkrahúsþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Ár hvert horfast þúsundir Íslendinga í augu við að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús eða fylgja nákomnum ættingjum til sjúkrahúsdvalar. Allir sem upplifað hafa sjúkdóma eða slys í sínu nánasta umhverfi þekkja álagið sem slíkt getur valdið einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Öryggi og hlýlegt umhverfi er nokkuð sem fólk sem gengist hefur undir aðgerðir eða aðra sjúkrahúsmeðferð sækist eftir. Undanfarin ár hefur legutími á sjúkrahúsum styst og æ fleiri sjúklingar njóta dag- og göngudeildarþjónustu eftir meðferð á sjúkrahúsi. Slíkt hentar þó ekki alltaf og getur líðan sjúklinga og búseta haft þar áhrif á. Dvöl á sjúkrahóteli er stundum bráðnauðsynleg og góður kostur til að brúa bilið milli sjúkrahúslegu og heimferðar. Í þessu skyni hefur sjúkrahótel verið rekið undanfarna þrjá áratugi. Ísland var raunar fyrst Norðurlandanna til að reka slíkt hótel en lengst af sá Rauði krossinn um rekstur þess og vann með því mikið frumkvöðlastarf. Hin seinni ár hefur sjúkrahótelið verið rekið samkvæmt samningi LSH og Sjúkratrygginga Íslands. Nýtist landsbyggðarfólki velEn hverjir sækja sjúkrahótel? Það eru fyrst og fremst einstaklingar sem þurfa heilsu sinnar eða aðstandenda vegna að dvelja fjarri heimabyggð vegna rannsókna og meðferðar. Auk þess nýtist sjúkrahótel þeim sem dvalið hafa á sjúkrahúsi sem liður í frekari endurhæfingu og bata. Gestum er veitt hjúkrun og ráðgjöf vegna heilsufarsvanda og þeim liðsinnt við að sækja heilbrigðisþjónustu auk almennrar hótelþjónustu. Áhersla er lögð á heimilislegt og hlýlegt umhverfi en það hefur talsverða þýðingu í bataferlinu og flýtir fyrir heimferð. Og hvar er sjúkrahótelið? Hótelið er í dag til húsa í Ármúla 9, í sama húsi og Park Inn hótel. Það er því í nokkurri fjarlægð frá spítalanum sjálfum. Mikið óhagræði er af því að rekstur hótelsins sé svo langt frá spítalanum og takmarkar í raun notkunarmöguleika þess. Foreldrar sem koma með veik börn sín til meðferðar á Barnaspítalanum geta til dæmis átt erfitt með að víkja langt frá. Fyrir einstaklinga og fjölskyldurNú hillir þó undir breytingar til batnaðar. Í 1. áfanga nýrra bygginga á Landspítalalóð er fyrirhugað að reisa sjúkrahótel, sem verður hluti sameinaðs Landspítala við Hringbraut. Á hótelinu er gert ráð fyrir 77 herbergjum, en þarna verða bæði einstaklings- og fjölskylduherbergi. Þetta er fjölgun um 20 herbergi frá því sem nú er og er brýn þörf á, enda hefur verið vaxandi eftirspurn eftir sjúkrahótelinu. Þrátt fyrir að rýmum hafi verið fjölgað síðasta árið hefur þurft að setja sjúklinga á biðlista. Hið nýja sjúkrahótel, sem vonandi verður tekið í notkun innan fimm ára, rís rétt norðan núverandi barnaspítala og fæðingardeildar. Hótelið verður skammt vestan við þá byggingu sem hýsa mun göngudeildir og geislameðferð. Með byggingu sjúkrahótels á spítalalóðinni feta Íslendingar í fótspor frændþjóða en víða í nágrannalöndunum eru sjúkrahótel orðin nauðsynlegur hluti nútíma spítalastarfsemi. Nálægð við spítala eykur öryggiSjúkrahótelið mun nýtast öllum sjúklingum sem þurfa á þjónustu þess að halda. Nálægðin við spítalann eykur mjög öryggi þeirra, því aðgangur er þá að öllu öryggisneti hans. Þar með er hægt að kalla eftir aðstoð ef eitthvað kemur upp á og þá er stutt að fara. Þá geta gestir sjúkrahótelsins komist á alla helstu meðferðarstaði innan spítalans þurrum fótum. Mikill akkur er í því fyrir fólk sem flest hvert er nýkomið úr aðgerðum eða annarri sjúkrahúsmeðferð og sækir jafnvel daglega þjónustu inn á LSH. Bætt aðstaða sjúklinga og aðstandenda þeirra er falin í byggingu sjúkrahótelsins sem verður að veruleika í fyrsta áfanga stækkunar Landspítala. Þær framfarir sem verða í þjónustu við sjúklinga með byggingunni eru jafnframt mikilvægt skref inn í nútíma sjúkrahúsþjónustu.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun