Stærri spítali er ekki pjatt heldur nauðsyn Hlíf Steingrímsdóttir og Kristjana G. Guðbergsdóttir skrifar 14. mars 2012 06:00 Fyrirhuguð stækkun Landspítala hefur nokkuð verið í umræðunni að undanförnu. Mikið púður hefur farið í staðsetninguna við Hringbraut sem ákveðin var fyrir rúmum áratug. Á meðan sjónir beinast aðallega að þessu atriði fer minna fyrir annarri en afar brýnni umræðu. Hún snertir málefni sjúklinga. Á blóðlækningadeild Landspítala við Hringbraut, sem er eina sérhæfða blóðlækningadeild landsins, dvelst fólk sem haldið er ýmsum illkynja blóðsjúkdómum á borð við hvítblæði og eitlakrabbamein. Sjúklingarnir eiga það flestir sameiginlegt að vera mjög ónæmisbældir og því gríðarlega viðkvæmir fyrir ýmiss konar sýkingum, oft í kjölfar þess að hafa gengist undir stífar lyfjameðferðir. Í hópi þeirra sem vísað er til blóðlækningadeildar er fólk sem hefur nýlega fengið erfiðar fréttir um að það sé haldið sjúkdómum á borð við bráðahvítblæði og þarf strax að hefja stranga lyfjameðferð. Aðrir sjúklingar eru verulega ónæmisbældir vegna síns sjúkdóms eða meðferðar og þurfa að dveljast í varnareinangrun til að verja þá gegn utanaðkomandi sýkingum. Þá kemur á deildina fólk með sýkingu sökum ónæmisbælingar sem oft kallar á sérstaka einangrun, svokallaða smitgát til að koma í veg fyrir að smit berist í aðra sjúklinga deildarinnar. Á deildinni eru jafnframt framkvæmdar háskammta krabbameinslyfjameðferðir með eigin stofnfrumuígræðslu sem hefur bætt verulega árangur meðferðar ýmissa illkynja blóðsjúkdóma og krefst varnareinangrunar í töluverðan tíma eftir meðferðina. Af ofan sögðu ætti öllum að vera ljóst að deild sem þessi ætti í nútímanum að búa við þær aðstæður að geta boðið öllum upp á einbýli með sér salernis- og sturtuaðstöðu. Því miður búum við ekki við það í dag þótt starfsfólk geri sitt besta til að mæta kröfum um fyrsta flokks aðbúnað og þjónustu við þennan viðkvæma sjúklingahóp. Á blóðlækningadeild eru fjórtán rúm. Þar af eru sex á einbýlum en á tveimur þeirra er engin sturtuaðstaða. Það þýðir að viðkomandi sjúklingar þurfa að fara fram á gang til að komast í sturtu, sem er ekki ákjósanlegt. Ekkert fordyri er inni á herbergjunum, sem æskilegt væri vegna sótthreinsunarmála. Þá deila tvö tvíbýli salerni, sem þýðir að allt að fjórir sjúklingar nota þá eitt salerni. Oft kemur sú staða upp að vegna sýkingarhættu mega sjúklingar ekki deila salerni sem skapar mjög erfiðar og óásættanlegar aðstæður á deildinni. Stefnan á blóðlækningadeild er að tryggja öllum einbýli sem á þurfa að halda. Í þeim hópi eru sannarlega einstaklingar sem nýlega hafa greinst með illvígan sjúkdóma og glíma við það áfall auk þess að standa frammi fyrir strangri meðferð. Þó eru dæmi um að nýgreindir einstaklingar þurfi að deila sjúkrastofu með mjög veiku fólki vegna þess að einbýlum er ekki til að dreifa. Aðrir sjúklingar, sem sumir hverjir eru mikið veikir, liggja langa legu á deildinni. Aðstæður fyrir þá og aðstandendur þeirra eru ekki eins og best verður á kosið. Sjúkraherbergin eru lítil og þrengsli og plássleysi eru hluti af daglegum veruleika sjúklinga og venslafólks þeirra sem gjarnan vill eiga þess kost að verja sem mestum tíma með hinum sjúku. Í umræðu um stækkun Landspítala er að okkar mati brýnast að gefa gaum að aðstæðum sjúklinga. Stærri Landspítali snýst alls ekki um neitt pjatt heldur fyrst og fremst um meðferð og öryggi sjúklinga. Brýnt er að stækkun spítalans verði að veruleika til þess að mæta þeim kröfum sem nútíminn gerir til þessara þátta. Hversu lengi geta sjúklingarnir okkar beðið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Sjá meira
Fyrirhuguð stækkun Landspítala hefur nokkuð verið í umræðunni að undanförnu. Mikið púður hefur farið í staðsetninguna við Hringbraut sem ákveðin var fyrir rúmum áratug. Á meðan sjónir beinast aðallega að þessu atriði fer minna fyrir annarri en afar brýnni umræðu. Hún snertir málefni sjúklinga. Á blóðlækningadeild Landspítala við Hringbraut, sem er eina sérhæfða blóðlækningadeild landsins, dvelst fólk sem haldið er ýmsum illkynja blóðsjúkdómum á borð við hvítblæði og eitlakrabbamein. Sjúklingarnir eiga það flestir sameiginlegt að vera mjög ónæmisbældir og því gríðarlega viðkvæmir fyrir ýmiss konar sýkingum, oft í kjölfar þess að hafa gengist undir stífar lyfjameðferðir. Í hópi þeirra sem vísað er til blóðlækningadeildar er fólk sem hefur nýlega fengið erfiðar fréttir um að það sé haldið sjúkdómum á borð við bráðahvítblæði og þarf strax að hefja stranga lyfjameðferð. Aðrir sjúklingar eru verulega ónæmisbældir vegna síns sjúkdóms eða meðferðar og þurfa að dveljast í varnareinangrun til að verja þá gegn utanaðkomandi sýkingum. Þá kemur á deildina fólk með sýkingu sökum ónæmisbælingar sem oft kallar á sérstaka einangrun, svokallaða smitgát til að koma í veg fyrir að smit berist í aðra sjúklinga deildarinnar. Á deildinni eru jafnframt framkvæmdar háskammta krabbameinslyfjameðferðir með eigin stofnfrumuígræðslu sem hefur bætt verulega árangur meðferðar ýmissa illkynja blóðsjúkdóma og krefst varnareinangrunar í töluverðan tíma eftir meðferðina. Af ofan sögðu ætti öllum að vera ljóst að deild sem þessi ætti í nútímanum að búa við þær aðstæður að geta boðið öllum upp á einbýli með sér salernis- og sturtuaðstöðu. Því miður búum við ekki við það í dag þótt starfsfólk geri sitt besta til að mæta kröfum um fyrsta flokks aðbúnað og þjónustu við þennan viðkvæma sjúklingahóp. Á blóðlækningadeild eru fjórtán rúm. Þar af eru sex á einbýlum en á tveimur þeirra er engin sturtuaðstaða. Það þýðir að viðkomandi sjúklingar þurfa að fara fram á gang til að komast í sturtu, sem er ekki ákjósanlegt. Ekkert fordyri er inni á herbergjunum, sem æskilegt væri vegna sótthreinsunarmála. Þá deila tvö tvíbýli salerni, sem þýðir að allt að fjórir sjúklingar nota þá eitt salerni. Oft kemur sú staða upp að vegna sýkingarhættu mega sjúklingar ekki deila salerni sem skapar mjög erfiðar og óásættanlegar aðstæður á deildinni. Stefnan á blóðlækningadeild er að tryggja öllum einbýli sem á þurfa að halda. Í þeim hópi eru sannarlega einstaklingar sem nýlega hafa greinst með illvígan sjúkdóma og glíma við það áfall auk þess að standa frammi fyrir strangri meðferð. Þó eru dæmi um að nýgreindir einstaklingar þurfi að deila sjúkrastofu með mjög veiku fólki vegna þess að einbýlum er ekki til að dreifa. Aðrir sjúklingar, sem sumir hverjir eru mikið veikir, liggja langa legu á deildinni. Aðstæður fyrir þá og aðstandendur þeirra eru ekki eins og best verður á kosið. Sjúkraherbergin eru lítil og þrengsli og plássleysi eru hluti af daglegum veruleika sjúklinga og venslafólks þeirra sem gjarnan vill eiga þess kost að verja sem mestum tíma með hinum sjúku. Í umræðu um stækkun Landspítala er að okkar mati brýnast að gefa gaum að aðstæðum sjúklinga. Stærri Landspítali snýst alls ekki um neitt pjatt heldur fyrst og fremst um meðferð og öryggi sjúklinga. Brýnt er að stækkun spítalans verði að veruleika til þess að mæta þeim kröfum sem nútíminn gerir til þessara þátta. Hversu lengi geta sjúklingarnir okkar beðið?
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun