Innlent

Súrefnisskortur olli því að síldin drapst

Síldin þakti nánast alla fjöruna í Kolgrafarfirði.
Síldin þakti nánast alla fjöruna í Kolgrafarfirði. Mynd/ Valli.

Helsta orsök síldardauðans í Kolgrafarfirði á undanförnum dögum er súrefnisskortur, samkvæmt frumniðurstöðum mælinga Hafrannsóknarstofnunar. Er þó ekki hægt að útiloka að samspil hans við aðra þætti, svo sem lágt hitastig, hafi einnig haft áhrif. Eins og frægt er orðið synti síldin hreinlega upp í fjöru og drapst þar í stórum stíl fyrr í vikunni. Bráðabirgðaniðurstöður benda til að nálægt 10% þeirrar síldar sem var í innanverðum firðinum hafi drepist. Það gætu hafa verið á bilinu 25-30 þúsund tonn.

Hafrannsóknarstofnun segir að síldin sé nú komin af því svæði þar sem styrkur súrefnis var mjög lágur, en þrátt fyrir það sé mögulegt að áfram verði lítið um súrefni vegna rotnunar á dauðum fiski. Rotnunin geti viðhaldið lágu súrefnismagni í firðinum og því gæti áframhaldandi hætta verið til staðar á næstu mánuðum og misserum fari fiskur inn á það svæði í miklu magni.

Hafrannsóknastofnunin mun áfram fylgjast náið með síldinni á svæðinu og umhverfisaðstæðum í firðinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira