Starbucks kannar Ísland Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. desember 2012 19:41 MYND/AFP Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks gæti verið á leiðinni til landsins og hefur þegar stigið fyrstu skrefin til undirbúnings. Í síðustu tíðindum Einkaleyfastofu má sjá að kaffihúsakeðjan Starbucks skráði í byrjun nóvember eitt af vörumerkjum sínum hér á landi. Félagið hefur síðan í desember 2010 skráð 30 vörumerki á Íslandi. Til að mynda vörumerki fyrir drykki og veitingahúsaþjónustu. Um er að ræða einkarétt á notkun vörumerkjanna hér á landi. Fyrirtækið getur átt merkin án þess að nota þau í að minnsta kosti fimm ár. Kostnaður við að skrá vörumerkin hjá Einkaleyfastofu er um milljón. Lögmannsstofan Sigurjónsson og Thor hefur séð um að sækja um leyfin fyrir Starbucks. Þar á bæ fengust þau svör að stofan gæti ekki tjáð sig um málið. Þegar fréttastofa hafði samband við Starbucks í Bandaríkjunum til að kanna hver áform fyrirtækisins eru hér á landi fengust þau svör að það hafi ekkert opinberlega að segja um málið að svo stöddu. Samkvæmt svarinu útilokar kaffirisinn greinilega ekki að hann hyggist hefja starfsemi á Íslandi. Skömmu eftir að Starbucks hóf að skrá vörumerki sín hér á landi eða í febrúar í fyrra greindu norskir fjölmiðlar frá því að kaffihúsakeðjan hyggðist opna útibú þar í landi. Í haust var svo greint frá því að Norðmaðurinn Jens Ulltveit-Moe hefði tryggt sér rétt til að reka Starbucks í Skandinavíu og ætli sér stóra hluti. Starbucks er stærsta kaffihúsakeðjan í heiminum í dag en hún rekur átján þúsund kaffihús og verslanir í 60 löndum. Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks gæti verið á leiðinni til landsins og hefur þegar stigið fyrstu skrefin til undirbúnings. Í síðustu tíðindum Einkaleyfastofu má sjá að kaffihúsakeðjan Starbucks skráði í byrjun nóvember eitt af vörumerkjum sínum hér á landi. Félagið hefur síðan í desember 2010 skráð 30 vörumerki á Íslandi. Til að mynda vörumerki fyrir drykki og veitingahúsaþjónustu. Um er að ræða einkarétt á notkun vörumerkjanna hér á landi. Fyrirtækið getur átt merkin án þess að nota þau í að minnsta kosti fimm ár. Kostnaður við að skrá vörumerkin hjá Einkaleyfastofu er um milljón. Lögmannsstofan Sigurjónsson og Thor hefur séð um að sækja um leyfin fyrir Starbucks. Þar á bæ fengust þau svör að stofan gæti ekki tjáð sig um málið. Þegar fréttastofa hafði samband við Starbucks í Bandaríkjunum til að kanna hver áform fyrirtækisins eru hér á landi fengust þau svör að það hafi ekkert opinberlega að segja um málið að svo stöddu. Samkvæmt svarinu útilokar kaffirisinn greinilega ekki að hann hyggist hefja starfsemi á Íslandi. Skömmu eftir að Starbucks hóf að skrá vörumerki sín hér á landi eða í febrúar í fyrra greindu norskir fjölmiðlar frá því að kaffihúsakeðjan hyggðist opna útibú þar í landi. Í haust var svo greint frá því að Norðmaðurinn Jens Ulltveit-Moe hefði tryggt sér rétt til að reka Starbucks í Skandinavíu og ætli sér stóra hluti. Starbucks er stærsta kaffihúsakeðjan í heiminum í dag en hún rekur átján þúsund kaffihús og verslanir í 60 löndum.
Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira