Innlent

Guð­mundur neitar á­sökunum: Segir málið hafa haft mikil á­hrif á fjöl­skylduna

MH og JHH skrifar
Guðmundur Hjaltason ásamt Þórði Bogasyni verjanda sínum. Lengst til hægri er Óttar Pálsson verjandi Lárusar Welding.
Guðmundur Hjaltason ásamt Þórði Bogasyni verjanda sínum. Lengst til hægri er Óttar Pálsson verjandi Lárusar Welding. Mynd/ GVA.

Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Glitnis, hafnaði öllum ákæruatriðum þegar hann gaf skýrslu í Vafningsmálinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann ásamt Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, eru ákærðir fyrir umboðssvik með lánveitingum til Milestone í gegnum félagið Vafning. Guðmundur sagði fyrir dómi að málið hefði verið unnið eftir hefðundnum leiðum hjá Glitni, og skjalagerðin verið framkvæmd á nokkrum dögum.

Guðmundur gagnrýndi harðlega rannsókn sérstaks saksóknara og sagði að málið væri byggt á röngum forsendum, og algjörlega ónægri rannsókn. Hann sagði að það hefði haft mikil áhrif á sig, aldraðan föður sinn, fjölskyldu og vini, algjörlega að óþörfu.

Fyrr í morgun gaf Lárus Welding skýrslu í málinu. Hann sagði að hann hefði ekki komið nálægt ákvörðunum um umrædda lánveitingu.

Fylgstu með réttarhöldunum á Twitter, á forsíðu Vísis.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×