Lífið

Dagur rauða nefsins rennur upp á föstudaginn

Dagur rauða nefsins nálgast en stóra stundin rennur upp föstudaginn 7. desember þar sem átakið nær hámarki með söfnunar- og skemmtidagskrá í opinni dagskrá á Stöð 2 og streymd samtímis á Visir.is.

Fjöldinn allur af tónlistarfólki, skemmtikröftum, leikurum og grínistum leggur UNICEF lið og gerir þennan dag þar með mögulegan. Tilgangur hans er að nota grín og spé til að safna fé en einnig að vekja athygli á þeirri neyð sem steðjar að milljónum barna um heim allan og verkefnum UNICEF til þess að bæta líf bágstaddra barna til frambúðar.

UNICEF býður Íslendingum að gerast heimsforeldrar ein þeir eru hjartað í starfsemi samtakanna og útvega börnum um heim allan menntun, heilsugæslu, vernd og umönnum með framlögum sínum.

Nokkrir af þeim sem koma að degi rauða nefsins með einum eða öðrum hætti í ár mættu á skrifstofu UNICEF til þess að setja upp rauðu nefin, koma sér í gírinn fyrir daginn og hlusta á ferðasögu Gunnars Hanssonar sem fór fyrr á árinu til Búrkína Fasó og kynnti sér þau verkefni sem UNICEF vinnur að á svæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×