Innlent

Vilborg lögð af stað á Suðurpólinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vilborg er lögð af stað upp á Suðurpólinn.
Vilborg er lögð af stað upp á Suðurpólinn.

Vilborg Arna Gissurardóttir hóf í gær göngu sína á Suðurpólnum en áætlað er að ferð hennar á syðsta punkt Jarðar taki um 50 daga.

Vilborg hefur síðustu daga dvalið í tjaldbúðum ALE (antarctic logistics and expeditions) í Union Glacier en þaðan fara flestir leiðangrar á Suðurpólinn. Frá Union Glacier var Vilborgu flogið til Hercules Inlet, þar sem hún hóf gönguna sína. Vilborg var brött í lok fyrsta göngudags en hún bloggar um upphaf göngunnar á heimasíðu sinni: www.lifsspor.is.

Vilborg Arna fer þessa göngu í þágu Lífs styrktarfélags Kvennadeildar Landspítalans. Menn geta sett sig í spor Vilborgar með því að heita á hana í síma 908 1515 ( 1500 kr) eða með frjálsum framlögum á heimasíðunni www.lifsspor.is.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.