Erlent

Tveir fengu Nóbelsverðlaun í eðlisfræði

BBI skrifar
Frakkinn Serge Haroche og Bandaríkjamaðurinn David Wineland.
Frakkinn Serge Haroche og Bandaríkjamaðurinn David Wineland.
Frakkinn Serge Haroche og Bandaríkjamaðurinn David Wineland hlutu í dag Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið. Rannsóknir þeirra og vísindastörf í skammtafræði þykja marka tímamót.

Verðlaunahafarnir þykja hafa markað nýja byrjun í rannsóknum á skammtafræði með því að gera eðlisfræðingum kleift að rannsaka skammta og öreindir án þess að spilla eiginleikum þeirra. Hin klassísku lögmál eðlisfræðinnar virka ekki á einstaka skammta en í staðin hegða þeir sér eftir lögmálum skammtafræði. Einstakir skammtar eru hins vegar ekki auðrannsakaðir. Það er erfitt að skilja þá sundur og um leið og það tekst glata þeir eiginleikum sínum.

Báðir verðlaunahafar hafa rannsakað tengslin milli ljóss og efnis. Rannsóknir þeirra eru m.a. fyrstu skrefin á þá átt að smíða ofurtölvu sem grundvallast á skammtafræði. Slíkar tölvur gætu breytt framtíð mannkynsins jafnmikið og venjulegar tölvur gerðu á sínum tíma. Þeim hefur einnig tekist að smíða ofurnákvæma klukku sem mælir tímann margfalt betur en venjulegar klukkur.

Hér að neðan má sjá eðlisfræðingana útskýra kenningar sínar.

Hér fjallar Serge Haroche um vísindi og list


Prof. Serge Haroche: Light, atoms and colour, a long journey between art and science from Open Quantum on Vimeo.

David Wineland fjallar um nákvæmar klukkur


David Wineland fjallar um rannsóknir sínar




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×