Viðskipti erlent

Apple biðst afsökunar

Ný kortaþjónusta Apple hefur vægast sagt fengið dræmar viðtökur.
Ný kortaþjónusta Apple hefur vægast sagt fengið dræmar viðtökur. mynd/AP

Tæknirisinn Apple hefur beðið viðskiptavina sína afsökunar og heitir því að uppfæra staðsetningarþjónustu sína á næstu vikum. Fyrirtækið ákvað að slíta samstarfi sínu við Google fyrir nokkru en fyrri kynslóðir iPhone snjallsímanna sem og iPad spjaldtölvanna hafa notað Google Maps kortaþjónustuna.

Þess í stað ákvað að Apple að þróa sinn eigin hugbúnað sem nú fylgir með iOS 6 stýrikerfinu sem knýr iPhone, iPad og iPod Touch.

Notendur hafa kvartað sáran undan kortaþjónustu Apple en hugbúnaðurinn þykir afar ónákvæmur. Apple hefur nú svarað gagnrýni neytenda og lofar úrbótum.

iPhone 5, nýjasti snjallsími Apple, fór í almenna sölu víða um heim í dag. Gríðarleg eftirvænting hefur verið fyrir þessu litla raftæki enda er hún langvinsælasta vara Apple. Þá söfnuðust hátt í 1.300 manns fyrir utan verslun Apple á Regent Street í Lundúnum í dag.

iPhone 5 fer í almenna sölu á Íslandi í næstu viku.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*