Lífið

Halda tryggð við Víðsjá

Önnur plata víkingarokksveitarinnar Skálmaldar er væntanleg í verslanir í lok október. Þegar sú fyrri kom út hér á landi var Skálmöld svo að segja óþekkt stærð.

Þá þegar höfðu meðlimir flakkað milli útgáfufyrirtækja án árangurs og á endanum var platan gefin út af færeyska fyrirtækinu Tutl.

Viðtökur útvarpsstöðva voru einnig dræmar og útvarpsspilun engin framan af. Það var síðan hinn rótgróni útvarpsþáttur Víðsjá á Rás 1 sem reið á vaðið og varð fyrstur allra til að spila Skálmöld í útvarpi.

Eftir það opnuðust allar flóðgáttir. Þess vegna ætla Gunnar Ben og félagar í Skálmöld að votta Víðsjá virðingu sína og verður lagið Narfi forspilað í þættinum á fimmtudaginn, einum degi áður en það fer í almenna útvarpsspilun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×