Lífið

Mið-Ísland snýr aftur

Þeir Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Dóri DNA, Jóhann Alfreð og Björn Bragi ríða á vaðið á morgun í Þjóðleikhúskjallaranum og endurtaka leikinn að viku liðinni.
Þeir Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Dóri DNA, Jóhann Alfreð og Björn Bragi ríða á vaðið á morgun í Þjóðleikhúskjallaranum og endurtaka leikinn að viku liðinni. Fréttablaðið/GVA
Strákarnir í uppistandshópnum Mið-Íslandi eru komnir úr sumarfríi og munu stíga á svið í Þjóðleikhúsinu fjórum sinnum á næstu vikum. Þeir Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Dóri DNA, Jóhann Alfreð og Björn Bragi ríða á vaðið á morgun í Þjóðleikhúskjallaranum og endurtaka leikinn að viku liðinni.

Í október færa þeir sig svo yfir á stóra sviðið þar sem þeir munu koma fram miðvikudagana 17. og 24. október. Gestur hópsins á þessum fjórum sýningum verður leikkonan Anna Svava Knútsdóttir en hún hefur áður komið fram með spaugurunum og ætti því að vera öllu vön.

- áp, mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×