Erlent

Breivik sakhæfur - lífstíðar fangelsi

Anders Behring Breivik í dómssalnum í dag.
Anders Behring Breivik í dómssalnum í dag. mynd/AP
Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hefur verið dæmdur sakhæfur og að hann hafi ekki verið haldinn geðrofi þegar hann framdi ódæðisverk sín á síðasta ári. Þetta tilkynnti dómari í máli hans í Ósló nú fyrir skömmu.

Hann verður dæmdur til tuttugu og eins árs fangelsisvistar. Sé Breivik enn talinn hættulegur að lokinni fangelsisvistun er heimilt að framlengja hana.

Breivik virtist afar ánægður með niðurstöðuna og brosti hann þegar dómarinn las upp úrskurðinn.

Margmenni er fyrir utan dómshúsið í Ósló. Þá er fjöldi vina og aðstandenda fórnarlamba Breiviks í dómssalnum.

Breivik myrti sjötíu og sjö mannesjur í miðborg Óslar og í Útey í fyrra. Hann mun afplána dóm sinn í Ila-fangelsinu í Akurshús-fylki í suðaustur Noregi.

Það mun taka um fimm til sex klukkustundir að lesa dóminn en hann er 90 blaðsíður að lengd.

Breivik segir voðaverk sín vera af pólitískum toga. Þau hafi verið viðbragð við ágangi múslima í Noregi og Evrópu. Þá heldur hann því fram að marxistar hafi eyðilegt menningu Noregs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×