Erlent

Upplýsingum um Breivik haldið leyndum í 60 ár

Jón Hákon Halldórssno skrifar
Anders Behring Breivik bíður nú dóms.
Anders Behring Breivik bíður nú dóms. mynd/ afp.
Stærstur hluti þeirra upplýsinga sem norsk yfirvöld hafa um fjöldamorðingjann Anders Behring Breivik og ástæðurnar að baki morðunum í Ósló og í Útey í fyrra munu ekki birtast almenningi fyrr en eftir sextíu ár. Þetta kemur fram á vef Jyllands Posten í dag. Ný skýrsla um atburðina verður kynnt yfirvöldum í dag og verður haldinn blaðamannafundur í framhaldi af því. Skýrslan lak í fjölmiðla á föstudag, en þar kemur meðal annars fram hörð gagnrýni á viðbrögð lögreglunnar þennan örlagaríka dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×