Erlent

Lögreglustjórinn í Osló segir af sér

Øystein Mæland, lögreglustjóri í Osló, sagði af sér í kvöld
Øystein Mæland, lögreglustjóri í Osló, sagði af sér í kvöld
Øystein Mæland, lögreglustjóri í Osló, sagði af sér í kvöld í kjölfar skýrslu um hryðjuverkaárásir Anders Behring Breivik á Osló og Útey þann 22. júlí í fyrra. Lögreglan var gagnrýnd harðlega í skýrslunni meðal annars fyrir að nýta sér ekki þá tækni sem var til staðar til að koma í veg fyrir voðaverk Breivik sem og þann tíma sem það tók að komast út í Útey.

Mæland tók við embættinu nokkrum dögum áður en árásin var gerð. Eftir að hann fékk ekki stuðning innanríkisráðherrans um að beita sér gegn umbótum innan lögreglunnar ákvað hann að segja af sér í kvöld. „Það er ómögulegt að halda áfram því verki án stuðnings ráðuneytisins og stjórnmálamanna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×