Innlent

Ný stjórnmálaöfl komin með listabókstafi

BBI skrifar
Mynd/Valli

Innanríkisráðuneytið hefur úthlutað þremur nýjum stjórnmálaöflum listabókstafi fyrir næstu alþingiskosningar.

Flokkur Lilju Mósesdóttur sem nefndur er „Samstaða - flokkur lýðræðis og velferðar" fær listabókstafinn C. Bjartsýnisflokkurinn með Einar Gunnar Birgisson í forsvari fær bókstafinn E. Flokkur Guðmundar Franklín Jónssonar „Hægri grænir - flokkur fólksins" fær listabókstafinn G.

Ráðuneytið ákveður hvaða stafi flokkarnir hljóta. Listabókstafurinn G hefur ekki verið notaður síðan 1995. Hins vegar fékk Bandalag jafnaðarmanna síðast að nýta bókstafinn C og Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja notaði síðast bókstafinn E árið 2007.

Flokkur Guðmundar Steingrímssonar, Björt framtíð, hefur enn ekki fengið listabókstaf. Að hans sögn eiga flokksmenn eftir að ákveða hvaða staf sótt verður um. Enn er nægur tími til stefnu fyrir stjórnmálaöfl til að tryggja sér bókstafi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.