Erlent

Norsk gildi sigruðu Breivik

mynd/AFP
Norðmenn minnast þess í dag að eitt ár er liðið frá voðaverkunum í Útey og Osló þar sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik drap 77 manns og særði 242.

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra landsins, sagði á minningarathöfn um fórnarlömb voðaverkanna í Osló að byssukúlum og hatri Breiviks hafi verið ætlað breyta norsku samfélagi. Honum hafi hins vegar mistekist ætlunarverk sitt.

Þá sagði hann að Breivik hafi beðið lægri hlut fyrir norskum gildum og samstöðu.

Þá verða haldnir minningartónleikar á ráðhústorginu í kvöld þar sem margar af vinsælustu hljómsveitum Noregs koma fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×