Innlent

Hjálpa viðskiptavinum að borða ekki ofgnótt sælgætis

BBI skrifar
Merkingar úr Krónunni
Merkingar úr Krónunni
Ákveðið hefur verið að setja upp merkingar við nammibarina í öllum búðum Hagkaupa sem hjálpa neytendum að kaupa ekki óhóflegt magn af sælgæti.

Íslendingar taka sig til einu sinni í viku og kaupa um það bil átta tonn af sælgæti. Hagkaup er sú verslun sem selur hvað mest. Nú hafa verið settar upp merkingar við nammibarina þar svo fólk átti sig á hvað er hæfilegt sælgætismagn fyrir venjulega manneskju og kaupi ekki öfgakennt magn.

Merkingar við nammibarina í Krónunni.Mynd/matis.is
Mælingarnar eru gerðar af Matís og miða við orkuþörf líkamans.

Næringafræðingurinn Steinar Aðalbjörnsson hjá Matís byrjaði fyrir um ári að hvetja verslanir til að setja upp merkingar af þessum toga. Framan af gekk hægt en í síðustu viku ákvað Krónan að taka merkingarnar hér til hliðar í notkun. Á eftir fylgdu svo allar stóru verslanir landsins, og nú síðast Hagkaup.

Með þessu segir Steinar verslunarkeðjurnar axla samfélagslega ábyrgð og er ánægður með framtakið. „Ef fólk ætlar sér að stjórna magninu sem það lætur ofan í sig þá er það mögulegt núna. Það var það ekki áður," segir Steinar.


Tengdar fréttir

Varna því að fólk kaupi of mikið sælgæti

Veggspjöld sem hjálpa neytendum við að kaupa ekki óhóflegt magn af sælgæti hafa verið sett upp í nokkrum Krónuverslunum. Fyrirtækið sýnir samfélagslega ábyrgð með verkefninu segir Steinar Aðalbjörnsson næringarfræðingur hjá Matís.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×