Erlent

Bandaríski herinn notar falsaða varahluti frá Kína

Mynd/AP

Fjölmörg dæmi eru um að falsaðir varahlutir framleiddir í Kína séu notaðir í bandarískum hergögnum. Þetta leiðir viðamikil rannsókn öldungardeildarþingmanna í ljós. Nefndin hefur sýnt fram á að minnsta kosti 1800 tilvik þar sem ólöglegir varahlutir voru notaðir í raftæki um borð í herþotum og skriðdrekum og í rúmlega 70 prósent tilvika var um varahluti frá Kína að ræða.

Nefndin segir að um grafalvarlegt mál sé að ræða enda geti gallaður varahlutur sem bilar á ögurstundu haft dauða í för með sér fyrir bandaríska hermenn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.