Erlent

Breivik stundi af gleði í miðjum hildarleiknum

Réttarhöld í máli norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breiviks hófust að nýju í Osló í dag. Fyrir réttinn komu nokkrir þeirra sem komust lífs af í hildarleiknum í Útey síðasta sumar.

Fyrsta vitnið, Tonje Brenna, þáverandi formaður ungra jafnaðarmanna sem skipulagði ferðina til Úteyjar lýsti ástandinu á eyjunni og hvernig hún hefði heyrt fagnaðaróp í Breivik á meðan hann framdi morðin. Alls myrti Breivik 77 manneskjur í Útey og í sprengjuárás í Osló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×