Innlent

Geir sakfelldur í einum lið af fjórum

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra var sýknaður af þremur ákæruliðum en sakfelldur í einum. Sá ákæruliður sem hann var sakfelldur fyrir snýr að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Dómurinn var klofinn í afstöðu sinni, en sex dómarar skiluðu sératkvæði og töldu að sýkna ætti hann í öllum ákæruliðum. Níu voru hinsvegar á því að sakfella fyrir einn lið eins og áður sagði. Honum er ekki gerð refsing fyrir ákæruliðinn sem hann var sakfelldur fyrir.

Ákæruliðirnir sem hann var sýknaður fyrir eru liðir 1.3, 1.4. og 1.5. Hann var sakfelldur fyrir lið 2. Fimmtán dómarar kváðu upp dóminn í dag. Allur málskostnaður er greiddur úr ríkissjóði, þar á meðal málsvarnarlaun verjanda hans, Andra Árnasonar, rúmar 24 milljónir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.