Innlent

Jóhanna: Allir fegnir því að málinu sé lokið

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist telja, aðspurð um viðbrögð sín við dómi Landsdóms frá því í dag, að allir séu fegnir því að málinu sé lokið enda hafi það reynst öllum erfitt. „Þessi niðurstaða kom mér á óvart. Ég var í hópi þeirra sem taldi ekki ástæðu til að ákæra Geir H. Haarde."

Hún bendir á að Geir hafi verið sýknaður í þremur ákæruliðum af fjórum. Hann sé sakfelldur fyrir atriði sem snúi að stjórnsýslunni í heild sinni. „Það er reyndar það sama og kom fram hjá rannsóknarnefnd þingsins. Þar fékk stjórnsýslan mikinn áfellisdóm og við erum búin að vera að vinna að því að taka á þeim málum." Hún bendir á ný lög um stjórnarráðið til dæmis í því sambandi. „Við höfum tekið á þessum málum þannig að þetta á ekki að koma fyrir aftur."

„Ég hef löngum talað gegn Landsdómi og talað fyrir því að endurskoða þau lög og lög um ráðherraábyrgð," segir Jóhanna og bætir við að nú þurfi menn að einhenda sér í það að endurskoða þessi lög. „Ég held að það sé fullt tilefni til þess."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×