Erlent

Breivik segist iðrast einskis

Breivik gengur í stólinn sinn þar sem hann flutti ræðu sína.
Breivik gengur í stólinn sinn þar sem hann flutti ræðu sína. mynd/afp
Fjöldamorðinginn Anders Breivik segist iðrast einskis og fer fram á að hann verði sýknaður. Hann flutti yfirlýsingu í réttarsal í morgun þar sem hann hélt hatursáróðri sínum á lofti.

Annar dagur réttarhaldanna yfir Breivik hófst í morgun. Breivik fékk þá tækifæri til ávarpa réttinn þegar hann las í hátt í tvo tíma upp yfirlýsingu um ástæður þess að hann framdi voðaverkin.

Þar hélt á hann áróðri sínum á lofti og sagði árásirnar stórfenglegustu árásir sem gerðir hafi verið í Evrópu síðan í seinni heimstyrjöldinn og að hann myndi endurtaka þær ef þörf krefði.

Breivik er ákærður fyrir að hafa myrt 77 manns í Osló og á eynni Útey 22. júlí í fyrra. Hann viðurkennir gjörðir sínar en segist þó saklaus þar sem hann hafi með þeim verið að verja evrópsk samfélag.

Breivik sagðist í morgun iðrast einskis, hann hafi verið að verja Noreg gegn innflytjendum og fjölþjóðastefnu og fór fram á að hann yrði sýknaður

Sýnt hefur verið beint frá réttarhöldunum en hlé var gert á því á meðan að Breivik las upp yfirlýsingu sína. Þetta var gert til að koma í veg fyrir að hann breiði út boðskap sinn.

Til tíðinda dró í morgun þegar að einn dómaranna málinu þurfti að víkja þar sem í ljós hefur komið að degi eftir fjöldamorðin skrifaði hann á netið að réttast væri að Breivik yrði dæmdur til dauða.

Réttarhöldin yfir Breivik halda áfram í allan dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×