Innlent

Dómsuppsagan í beinni á Vísi

Mynd/Anton Brink
Dómsuppsaga í Landsdómsmálinu verður sýnd í beinni útsendingu en dómur verður kveðinn upp klukkan tvö á mánudaginn. Landsdómur hefur orðið við beiðni Stöðvar 2 og RÚV um að sýna beint frá dómsuppkvaðningunni. Báðir fjölmiðlarnir þurfa þó að koma sér saman um tæknilegar hliðar útsendingarinnar þar sem aðeins ein myndavél má vera í salnum og einn ómerktur hljóðnemi hjá forseta Landsdóms.

Kristján Már Unnarsson, fréttastjóri Stöðvar 2, fagnar ákvörðun Landsdóms. „Þó fyrr hefði verið. Það voru mikil vonbrigði að Landsdómur skyldi ekki þegar í upphafi réttarhaldanna heimila beina útsendingu, enda réttmæt krafa almennings að fá að fylgjast með slíkum tímamóta atburði í beinni útsendingu." segir Kristján Már.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×