Erlent

Gunter Grass meinaður aðgangur að Ísrael

Grass hlaut nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1999.
Grass hlaut nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1999.
Stjórnvöld í Ísrael tilkynntu í dag að nóbelsverðlaunaskáldinu Gunter Grass verði héðan í frá meinaður aðgangur að landinu.

Ástæða þessa ljóð sem Grass birti í fréttablaðinu Süddeutsche Zeitung fyrir stuttu. Þar sakar Grass ísraelsk yfirvöld um að vera beina ógn við heimsfrið og að leggja á ráðin um gjöreyðingu Íran.

Ljóðið vakti hörð viðbrögð og hefur Grass verið sakaður um gyðingahatur. Þá hefur forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, einnig gagnrýnt ljóðið.

Grass nýtur hins vegar mikils stuðnings í Íran. Yfirvöld þar í landi segja að ljóðið varpi nauðsynlegu ljósi á samtíma okkar og þá óstjórn sem ríkir í Ísrael.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×