Innlent

Saksóknari flytur mál sitt á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geir H. Haarde heilsar fulltrúum ákæruvaldsins í Landsdómi.
Geir H. Haarde heilsar fulltrúum ákæruvaldsins í Landsdómi. mynd/gva
Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, mun flytja mál sitt gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, klukkan eitt eftir hádegi á morgun. Ráðgert er að málflutningurinn taki um þrjár klukkustundir.

Klukkan níu á föstudagsmorgun er svo gert ráð fyrir að Andri Árnason, verjandi Geirs, flytji mál sitt. Áætlað er að það taki fjórar klukkustundir. Í framhaldinu verða hugsanlega andsvör af hálfu sækjanda og verjanda. Því má gera ráð fyrir að aðalmeðferðinni ljúki ekki fyrr en síðla dags á föstudag.

Vitnaleiðslum lauk í gær, en um 40 vitni voru leidd fyrir dóminn. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa gegnt ábyrgðarstöðum víðsvegar í samfélaginu í aðdraganda bankahrunsins 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×