Innlent

Nýtt líf uppselt hjá útgefanda

Boði Logason skrifar
Nýtt líf er uppselt!
Nýtt líf er uppselt!
"Það hefur ekki gerst áður að blað seljist upp daginn sem það kemur út. Það er alveg einsdæmi," segir Karl Steinar Óskarsson, útgáfustjóri hjá Birtíngi, sem gefur meðal annars út tímaritið Nýtt líf.

Fyrirtækið hefur fengið gríðarlega mikil og sterk viðbrögð við nýjustu útgáfu af blaðinu, en eflaust á umfjöllun blaðsins um erótísk ástarbréf Jóns Baldvins Hannibalssonar til frænku eiginkonu sinnar, stóran þátt í sölunni.

Karl Steinar segir að viðbrögðin hafi vissulega komið á óvart . „Þetta er frábært fyrir Nýtt líf. Frábær árangur enda vel skrifað blað og mjög gott," segir Karl Steinar. Blaðið er nú búið í höfuðstöðvum Birtíngs. „Loka dreifingin hjá okkur hefur verið um hádegið en það er eflaust eitthvað til úti í búðum. En allt sem er hjá okkur er farið," segir hann.

Verið að ræða það á meðal stjórnenda hjá Birtíngi hvort að fleiri eintök verði prentuð. „Við erum að meta það, það er ekki víst. Við viljum gjarnan að blaðið lifi lengi og við viljum auðvitað hafa það í verslunum lengur. Þetta er ákvörðun sem ég þarf að taka innan tveggja tíma. Það að það skuli vera búið hjá okkur klukkan þrjú á sama degi og það kemur er einsdæmi."

Nýtt líf kemur út einu sinni í mánuði og dreift um allt land. Karl Steinar vill ekki gefa upp í hversu mörgum eintökum blaðið er prentað. „Það er gríðarlega mikið, alveg hellingur," segir hann.


Tengdar fréttir

Hvetur fólk til að kaupa ekki Nýtt líf

Þráinn Bertelsson, þingmaður VG, hvetur fólk til þess að kaupa ekki nýjasta tölublaðið af Nýju lífi. Í blaðinu er birt grein um samskipti Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, við stúlku á unglingsaldri fyrir um áratug síðan. Stúlkan er í fjölskyldu Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns.

Þóra: Umfjöllunin krafðist ekki skýringa Jóns Baldvins

Þóra Tómasdóttir, ritstjóri tímaritsins Nýs Lífs segir að umfjöllun nýjasta tölublaðsins er varðar Jón Baldvin Hannibalsson og bréfaskriftir hans til unglingsstúlku, byggi á gögnum úr lögreglumáli, meðal annars bréfum sem hann hefur gengist við að hafa ritað. Umfjöllunin hafi því að hennar mati ekki krafist viðbragða af hans hálfu.

"Maladomestica 10 punktar“

Blaðamaður hringdi og sagðist hafa fyrir því heimildir að á morgun (23. feb. '12), birtist viðtal í Nýju lífi, þar sem ég væri borinn alvarlegum sökum um meinta "kynferðislega áreitni" við stúlku í fjölskyldu okkar Bryndísar.

Bréf Jóns Baldvins ollu reiði, sorg og biturð

Guðrún Harðardóttir segir að bréfin sem Jón Baldvin Hannibalsson sendi henni á sínum tíma hafi gert hana hrædda og ástæða þess að hún hefur kosið að greina frá þeim nú sé sú að hún hafi fengið nóg. Guðrún segir í viðtali í nýjasta tölublaði Nýs lífs, þar sem bréf Jóns Baldvins eru birt, að hún hafi reglulega fundið fyrir reiði, sorg og biturð, og því hafi hún kosið að koma þessu frá sér.

Biðst afsökunar á "erótísku“ bréfi

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, biðst í Fréttablaðinu í dag afsökunar á því að hafa árið 2001 sent sextán ára frænku eiginkonu sinnar bréf sem á köflum voru erótísk. Tímaritið Nýtt líf fjallar um málið í dag.

Kolfinna: Málið var afgreitt fyrir mörgum árum

Kolfinna Baldvinsdóttir, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram, segir að það sé ólýsanlegt að vera stödd erlendis nú þegar fjölmiðlar fjalla um umfjöllun Nýs Lífs. Nýtt líf segir í dag frá erótískum bréfum sem Jón Baldvin sendi Guðrúnu Harðardóttur, frænku Bryndísar. Fyrstu bréfin fékk hún þegar hún var 10 ára gömul.

Jón Baldvin biðst afsökunar á bréfunum

Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og sendiherra , biðst í Fréttablaðinu í dag afsökunar á því að hafa árið 2001 sent 16 ára frænku eiginkonu sinnar bréf, sem á köflum voru erótísk. Jafnframt erótíska bók eftir Vargas Llosa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×