Viðskipti erlent

Saudi Arabar skrúfa frá olíukrana sínum

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur ekki verið hærra undanfarna níu mánuði og það hefur kallað á viðbrögð frá Saudi Arabíu og Bandaríkjunum.

Saudi Arabar byrjuðu að auka framleiðslu sína og útflutning á olíu í síðustu viku og Bandaríkjastjórn er að íhuga sölu á olíu úr umfangsmiklum vara- og öryggisbirgðum sínum.

í frétt um málið á Reuters kemur fram að Timothy Geithner fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir að núverandi kringumstæður réttlæti það að Bandaríkjamenn setji hluta af varabirgðum sínum á almennan markað.

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um 11% frá áramótum, einkum vegna spennunnar sem ríkir í samskiptum Vesturveldanna og Íran.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×