Körfubolti

Tindastóll fær Igor Tratnik frá Val | Löglegur á móti Fjölni í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Igor Tratnik er hér til hægri.
Igor Tratnik er hér til hægri. Mynd/Valli
Igor Tratnik er hættur hjá val og mun klára tímabilið með Tindastól í Iceland Express deild karla í körfubolta en þetta kemur fram Feyki.is. Tratnik er orðinn löglegur strax og má spila með Stólunum á móti Fjölni í kvöld.

Igor Tratnik var með 15,5 stig og 10.6 fráköst að meðaltali í fyrstu 13 leikjum sínum með Val í vetur en þeir töpuðust allir. Tratnik kemur í staðinn fyrir Myles Luttman sem var aðeins með 3,8 stig og 4,3 fráköst í 4 leikjum með Tindastól.

„Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls taldi sig um síðustu helgi vera búna að fá Igor Tratnik í stað Myles Luttman sem sendur var heim og var leikmönnum liðsins tilkynnt um komu kappans. Skrifuð var frétt um málið á Feyki.is sem vakti athygli og undrun stjórnar Vals sem ekki hafði losað leikmanninn undan samningi við liðið og taldi að Tindastóll viðhefði óheiðarleg vinnubrögð í málinu," segir í umræddri frétt á Feykir.is.

Það segir ennfremur: „Heimildir Feykis herma að umboðsmaður Igors hafi um nokkurn tíma leitað að öðru liði fyrir hann og boðið Tindastóli. Ekki var búist við öðru en hann væri laus af þeim sökum og hann því kynntur til sögunnar. Stjórn deildarinnar hefur unnið í því að fá mann í stað Luttman og var m.a. leitað erlendis. Niðurstaðan varð sú að samningar tókust við Val í morgun og er Igor því orðinn liðsmaður Tindastóls," segir í fréttinni á Feykir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×