Erlent

Þrumu lostnir yfir leikriti um Breivik

Til stendur að setja upp leikrit sem byggir á voðaverkum Breiviks í Útey og í Osló.
Til stendur að setja upp leikrit sem byggir á voðaverkum Breiviks í Útey og í Osló.
Danskt leikhús ætlar að setja upp leikverk sem byggir á stefnuyfirlýsingu Anders Behring Breivik fjöldamorðingjans sem bar ábyrgð á voðaverkunum í Útey og í Osló í júlí síðastliðnum. Aðstandendur fórnarlambanna og norskt leikhúsfólk er þrumu lostið vegna ákvörðunarinnar.

Samkvæmt áætlunum verður verkið sett upp í CaféTeatret í Kaupmannahöfn. Um einleik verður að ræða og Christian Lollike mun leikstýra verkinu. "Mér finnst það vera lýðræðisleg skylda mín að rannsaka hvers vegna og hvernig andúð á múslimum getur gripið um sig með slíkum hætti," er haft eftir Lolike leikstjóra.

Ragnar Eikeland, umsjónarmaður stuðningshóps fyrir þá sem eiga um sárt að binda vegna atburðanna, bregst sterkt við. Hann missti sjálfur son í Útey 22. júlí. „Þetta er svo sláandi að ég á eiginlega ekki til orð," segir hann. Það muni auka á sársauka þeirra sem eiga um sárt að binda að vita til þess að leikritið verður sett upp á svipuðum tíma og réttarhöldin yfir Behring fara fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×