Erlent

Breivik sé sakhæfur

Anders Behring Breivik er hvorki með geðhvarfasýki né með geðklofa, segja geðlæknar.
Anders Behring Breivik er hvorki með geðhvarfasýki né með geðklofa, segja geðlæknar. mynd/AFP
Þrír sálfræðingar og einn geðlæknir telja að norski fjöldamorðinginn Anders Breivik sé hvorki geðveikur né geðklofi. Þessir sérfræðingar, sem vinna við Sandvika geðsjúkrahúsið hafa fylgst náið með Breivik í fangelsinu og segja ennfremur að hann hafi enga þörf fyrir lyf og engin hætta sé á að hann fremji sjálfsmorð.

Í frétt um málið í Verdens Gang segir að annar hópur sérfræðinga hafi komist að sömu niðurstöðu fyrir áramótin. Í haust komst hópur geðlækna að því í stórri skýrslu að Breivik væru ósakhæfur. Það er dómari sem hefur lokaorðið í þessum efnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×