Sport

Kolbrún Alda vann Sjómannabikarinn annað árið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbrún Alda Stefánsdóttir
Kolbrún Alda Stefánsdóttir Mynd/Jón Björn Ólafsson
Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Íþróttakona ársins hjá fötluðum í fyrra, byrjaði nýja árið vel því hún vann besta afrekið á Nýárssundmóti fatlaðra barna og unglinga um helgina. Kolbrún Alda vann því Sjómannabikarinn annað árið í röð. Kolbrún Alda hlaut 764 stig fyrir 50 metra bringusund og var þessi stigaárangur sá besti á mótinu í ellefu ár eða síðan árið 2001 þegar Gunnar Örn Ólafsson hlaut 771 stig í 50 metra baksundi. Skólahljómsveit Kópavogs setti skemmtilegan svip á mótið og skátar frá Skátafélaginu Kópum stóðu heiðursvörð á meðan mótinu stóð. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra var heiðursgestur mótsins og afhenti öllum þátttakendum þátttökuverðlaun. Ögmundur afhenti Kolbrúnu Öldu síðan sjálfan Sjómannabikarinn en hann gaf Sigmar Ólason sjómaður á Reyðarfirði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×