Erlent

Gleymir aldrei illskunni í Útey

Forsætisráðherra Noregs mun aldrei gleyma illskunni sem hann varð vitni að í sumar.
Forsætisráðherra Noregs mun aldrei gleyma illskunni sem hann varð vitni að í sumar.
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, segist aldrei munu gleyma þeirri illsku sem hann varð vitni að þegar 77 manns voru myrtir í landinu í júlí síðastliðnum. Í jólaviðtali við fréttastofuna NTB sagði Stoltenberg að hinar myrku minningar um atburðinn væru ennþá jafnsterkar nú og þegar hann hitti fyrst þá sem komust lífs af eftir árás Anders Behring Breivik í Útey 22. júli. „Þetta kemur í bylgjum. Litlir hlutir geta orðið til þess að þetta hellist aftur yfir mig. Þannig verður það örugglega áfram,“ sagði Stoltenberg. Breivik myrti átta manns í sprengjuárás í Ósló og 69 til viðbótar í Útey. Stoltenberg bætti því við að það væri mikilvægt að þetta atvik myndi aldrei gleymast.- fb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×