Íslenski boltinn

Margir vildu þjálfa Ísland: 30 þekktir sóttu um starfið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Geir ræddi við Roy Keane.
Geir ræddi við Roy Keane. Mynd/Nordic Photos/Getty
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það hafi komið sér á óvart hversu margir erlendir þjálfarar sýndu því áhuga að þjálfa landsliðið.

„Við fengum gríðarlega margar umsóknir um starfið og ég hef varla tölu á því hvað þær voru margar. Það voru samt í það minnsta 30 þekkt nöfn úr knattspyrnuheiminum sem sóttu um,“ sagði Geir um áhugann á starfinu og hann staðfesti að hann hefði meðal annars átt fund með Roy Keane um starfið.

„Það voru margir Englendingar sem sóttu um en einnig komu umsóknir frá Þýskalandi, Hollandi og Skandinavíu. Þessi mikli áhugi kom mér nokkuð á óvart ef ég á að segja eins og er.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×