Samstarf

Fjárfest í menntun

Starfsfólk Iðunnar tekur vel á móti fróðleiksþyrstum starfsmönnum fyrirtækja.
Starfsfólk Iðunnar tekur vel á móti fróðleiksþyrstum starfsmönnum fyrirtækja.
Iðan fræðslusetur býður nú í auknum mæli upp á fyrirtækjaþjónustu.

Rannsóknir hafa sýnt að þeir vinnustaðir sem sinna endurmenntun starfsmanna eru eftirsóknarverðir og þar er starfsánægjan meiri. Hæfara starfsfólk skilar sér einnig í hagkvæmari rekstri," segir Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar. Iðan er endurmenntunarfyrirtæki í iðnaði. Markmið hennar er að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í bíliðnaði, bygginga- og mannvirkjaiðnaði, matvæla- og veitingageirum, málm- og véltækniiðnaði, upplýsinga- og fjölmiðlagreinum og hársnyrtiiðninni.

„Það hefur verið hluti af stefnumótun Iðunnar og áherslum í okkar starfi að auka þátt fyrirtækjaþjónustu í okkar starfsemi," útskýrir Hildur Elín og heldur áfram: „Þessi hugmynd gengur út á að hjálpa fyrirtækjum að ná betur sínum markmiðum. Þjónusta okkar felst í að meta fræðsluþörf starfsmanna og styðja þá í að móta sína fræðslustefnu þannig að þær lausnir sem settar eru fram taki mið af þeim markmiðum sem hvert fyrirtæki setur sér."

Iðan býður upp á ýmis hnitmiðuð námskeið sem henta önnum köfnum stjórnendum og fjalla um hvernig eigi að stjórna á árangursríkan hátt. En auk þess eru í boði 150 almenn fagtengd námskeið í námsvísi Iðunnar. „Þau getum við öll klæðskerasaumað fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig," segir Hildur Elín. Hún segir áhuga fyrirtækja fyrir endurmenntun starfsmanna fara vaxandi. Mörg stór fyrirtæki hafi fræðsludeildir og sinni endur-menntun markvisst og vel. Hins vegar hafi minni fyrirtæki sem ekki hafi yfir að ráða starfsmanna- eða fræðslustjóra átt erfiðara með að standa að skipulögðu og markvissu fræðslustarfi. „Það er þetta gat sem við viljum stíga inn í og hjálpa fyrir-tækjum með," segir Hildur Elín.

Hún bendir að lokum á að hjá Iðunni starfi náms- og starfsráðgjafar sem bjóði upp á ókeypis viðtöl fyrir starfsfólk fyrirtækja með aðild að Iðunni. Þar geti fólk farið í starfsferilsgreiningu, mótað persónulega fræðslustefnu og farið í áhugasviðskönnun.

Nánari upplýsingar um starfsemi Iðunnar er að finna á idan.is.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×