Innlent

140 hafa kosið utan kjörfundar

Icesave Síðdegis í gær höfðu 140 manns greitt atkvæði utan kjörfundar um Icesave-málið á sýsluskrifstofum landsins. Af þeim voru 73 í Reykjavík. Utankjörfundur hófst í gærmorgun.

Í utankjörfundaratkvæðagreiðslu um Icesave-málið fyrir ári kusu ellefu í Reykjavík á fyrsta degi. Tölurnar eru hins vegar illsambærilegar því þá hófst utankjörfundur mun fyrr, eða fimm vikum fyrir kjördag.

Í fyrra, á miðvikudeginum jafnlöngu fyrir kosningar og í gær, greiddu 112 atkvæði utan kjörfundar í Reykjavík, og höfðu í lok þess dags alls 296 greitt þar atkvæði. - sh



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×