Innlent

Gallup: Flestir segja já við Icesave-samningi

Af þeim sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Gallup segjast 63 prósent ætla að segja já í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samninginn við Breta og Hollendinga. 34 prósent segjast ætla að segja nei og 3 prósent hyggjast skila auðu.

61 prósent sögðust telja það mundu hafa slæm áhrif á efnahagsumbætur á Íslandi að fella samninginn. 88 prósent stuðningsmanna ríkisstjórnarflokkanna styður samninginn og 44 prósent stuðningsmanna stjórnarandstöðuflokkanna.- gar



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×