Innlent

Frumvarpið í pósti á öll heimili

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson
Margrét Tryggvadóttir
Innanríkisráðuneytið hefur ekki ákveðið hvernig staðið verður að kynningarmálum í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-lögin 9. apríl.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra svaraði fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur, Hreyfingunni, með þeim hætti á Alþingi í gær að lögbundið væri að senda lagafrumvarpið sem í hlut á inn á heimili allra landsmanna. „Þar lýkur lagaskyldunni,“ sagði ráðherrann. Ögmundur sagði að fyrst og fremst ætti að kynna málið í fjölmiðlum og sagði mikilvægt að RÚV yrði vettvangur óhlutdrægrar umræðu um málið.

Margrét sagði að fjölmiðlar væru mjög pólitískir en Icesave-málið væri gríðarlega flókið. Almenningur ætti rétt á óháðri kynningu hægt væri að treysta. Ráðuneytið ætti því að fá „óháðan aðila til að sjá um kynningarmál í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar“.

Ögmundur sagði að þegar mál byggðu að hluta á líkindum og vangaveltum væru ekki til fullkomlega óháðar stofnanir. Hann sagði ekki útilokað að ráðuneytið stæði fyrir ítarlegri kynningu en skylt er samkvæmt lögum en það yrði aðeins gert að mjög íhuguðu máli.

- pg



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×