Innlent

Bart Simpson á móti Icesave á kjósum.is

Teitur Atlason bloggari á DV hefur sýnt fram á að auðvelt sé að svindla á vefsíðunni kjósum.is. Sjálfur hefur hann kosið tvisvar á síðunni, síðast undir nafninu Bart Simpson.

Teitur segir að hann hafi fengið sent einfalt forrit sem gerir það auðvelt að senda inn fjölda af atkvæðum inn á kjósum.is. Áður en hann skráði Bart Simpson til leiks notaði hann nafnið Línus Gauti.

Bloggsíðu Teits má sjá hér.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×