Erlent

Staðfesta sakhæfismatið á Breivik

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Breivik er ósakhæfur.
Breivik er ósakhæfur. mynd/ afp.
Nefnd réttargeðlækna, sem hafði það hlutverk að yfirfara geðlæknismatið á Anders Breivik fjöldamorðingja, gerir engar efnislegar athugasemdir við við matið. Áður höfðu réttargeðlæknar, sem töluðu við Breivik og mátu sakhæfi hans, komist að þeirri niðurstöðu að hann væri ósakhæfur sökum geðveiki.

Sjö sátu í nefndinni sem yfirfór matið og Tarjei Rygnestad, formaður nefndarinnar, segir að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að matið væri rétt. Norskir fjölmiðlar hafa greint frá heimildum þess efnis að nefndin hafi klofnað í afstöðu sinni en Rygnestad vill ekki staðfesta, í samtali við norska ríkisútvarpið, að heimildirnar séu réttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×