Viðskipti innlent

Sérstakur saksóknari fer fram á gæsluvarðhald yfir öðrum manni

Sérstakur saksóknari hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir öðrum manni samkvæmt heimildum fréttastofu. Þegar hefur dómari fallist á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir fyrrverandi forstjóra Glitnis, Lárusi Welding.

Sérstakur saksóknari yfirheyrir nú einstaklinga sem unnu hjá bankanum og FL Group vegna gruns um auðgunarbrot. Meðal mála sem yfirheyrt er vegna er Stím-málið svokallaða. Í tilkynningu frá sérstökum saksóknara í dag kom fram að um verulegar upphæðir væri að ræða í málunum tíu sem einstaklingarnir eru yfirheyrðir vegna.

Dómari hefur ekki kveðið upp úrskurð sinn, en hinn grunaði er enn inn í héraðsdómi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×