Erlent

Breivik ósakhæfur

Breivik er ósakhæfur að mati geðlækna, dómari tekur svo ákvörðun um hvort að það mat læknanna sé rétt. Ef hann gerir það, verður Brevik vistaður á geðdeild.
Breivik er ósakhæfur að mati geðlækna, dómari tekur svo ákvörðun um hvort að það mat læknanna sé rétt. Ef hann gerir það, verður Brevik vistaður á geðdeild.
Fjöldamorðinginn Anders Behrin Breivk hefur verið metinn ósakhæfur af norskum réttargeðlæknum. Að öllum líkindum verður hann vistaður á geðdeild.

Dómari við héraðsdóm í Osló sagði frá þessum niðurstöðum geðlæknanna fyrr í morgun, eftir að hafa fengið í hendur 243 síðna skýrslu þeirra um mat á sakhæfi Breivik.

Norska blaðið Verdens Gang greinir frá því að geðlæknarnir komast að þeirri niðurstöðu að Breivik sé veikur á geði og leggja til að hann verði vistaður á geðdeild þar sem hann fær viðeigandi meðferð.

Breivik hefur játað að hafa orðið sjötíu og sjö manns að bana í Útey og í miðbæ Oslóar í júlímánuði.

Réttargeðlæknarnir áttu 13 viðtöl við Breivik, en auk þess byggir mat þeirra á um 130 klukkustunda yfirheyrslu lögreglu yfir honum.

Þegar geðlæknarnir skiluðu skýrslunni til dómara í morgun sögðu þeir ekki vera í neinum vafa um geðveilu Breivik.

Ákveði dómari að hann skuli vistaður á geðdeild, fremur en í fangelsi, verður hann þar að líkindum um óákveðinn tíma.

Á vef norska ríkisútvarpsins segir að sterk hefð sé fyrir því í Noregi að dómarar fari eftir mati geðlækna í málum sem þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×