Sport

Úrslit helgarinnar í NFL - 49ers kemur enn á óvart

Michael Vick og félagar í Eagles hafa lokið keppni.
Michael Vick og félagar í Eagles hafa lokið keppni.
Meistarar Green Bay Packers er eina taplausa liðið í NFL-deildinni og San Francisco 49ers er óvænt með næstbesta árangurinn í deildinni. Leikmenn 49ers sýndu um helgina að það er engin tilviljun er liðið vann afar sterkan sigur á NY Giants.

Dallas er enn í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni eftir sannfærandi sigur á Buffalo en stjörnulið Eagles með hundatemjarann Michael Vick fremstan í flokki getur byrjað að undirbúa næsta tímabil eftir enn eitt tapið.

Það er heldur betur að fjara undan Detroit Lions sem byrjaði tímabilið frábærlega. Ljónin fengu harðan skell gegn Chicago sem er á uppleið.

Tom Brady og félagar unnu gríðarlega mikilvægan sigur á NY Jets. Stórt próf sem Patriots vann þar en ansi margir voru búnir að missa trúna á liðið fyrir leikinn.

Úrslit:

Atlanta-New Orleans  23-26

Carolina-Tennessee  3-30

Cincinnati-Pittsburgh  17-24

Cleveland-St. Louis  12-13

Dallas-Buffalo  44-7

Indianapolis-Jacksonville  3-17

Kansas City-Denver  10-17

Miami-Washington  20-9

Philadelphia-Arizona  17-21

Tampa Bay-Houston  9-37

Seattle-Baltimore  22-17

Chicago-Detroit  37-13

San Francisco-NY Giants  27-20

NY Jets-New England  16-37

Í kvöld:

Green Bay - Minnesota í beinni á ESPN America

Staðan í Ameríkudeildinni:

Austurriðill (sigrar-töp):

New England  6-3

NY Jets  5-4

Buffalo 5-4

Miami  2-7

Norðurriðill:

Pittsburgh  7-3

Baltimore  6-3

Cincinnati  6-3

Cleveland  3-6

Suðurriðill:

Houston  7-3

Tennessee  5-4

Jacksonville  3-6

Indianapolis  0-10

Vesturriðill:

Oakland  5-4

San Diego  4-5

Denver  4-5

Kansas  4-5

Þjóðardeildin:

Austurriðill:

NY Giants  6-3

Dallas  5-4

Philadelphia  3-6

Washington  3-6

Norðurriðill:

Green Bay  8-0

Detroit  6-3

Chicago  6-3

Minnesota  2-6

Suðurriðilll:

New Orleans  7-3

Atlanta  5-4

Tampa Bay  4-5

Carolina  2-7

Vesturriðill:

San Francisco  8-1

Seattle  3-6

Arizona  3-6

St. Louis  2-7



NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×