Viðskipti innlent

Ólafur Ólafsson yfirheyrður hjá sérstökum saksóknara

Ólafur Ólafsson var yfirheyrður hjá sérstökum saksóknara í morgun
Ólafur Ólafsson var yfirheyrður hjá sérstökum saksóknara í morgun
Ólafur Ólafsson, sem var annar stærsti hluthafi Kaupþings fyrir hrun, mætti samkvæmt heimildum fréttastofu í yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara í morgun í tengslum við rannsókn á kaupum sjeik Al-Thani á hlutabréfum í Kaupþingi í september 2008.

Grunur leikur á að kaup Al-Thani á Kaupþingsbréfum hafi verið sýndarviðskipti og þar með markaðsmisnotkun en Ólafur er með réttarstöðu sakbornings í málinu ásamt stjórnendum Kaupþings.

Rannsókn er mjög langt komin og á að ljúka fyrir áramót.


Tengdar fréttir

Reyndu að fela aðkomu Ólafs í Al-Thani málinu

Sjeikinn Mohammed Al-Thani frá Katar fékk 6,5 milljarða króna fyrir að lána nafn sitt í viðskiptum með 5% hlut í Kaupþingi rétt fyrir fall bankans, að því er fram kemur í DV í dag. Magnús Guðmundsson og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi stjórnendur bankans, eru sagðir hafa stýrt leikfléttunni. Þá hafi verið reynt að fela aðkomu Ólafs Ólafssonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×