Innlent

Sankti Jósefsspítala lokað um áramótin

Sankti Jósefsspítala í Hafnarfirði verður lokað um áramótin. Björn Zoéga, forstjóri landspítalans, tilkynnti starfsfólki spítalans um þetta á starfsmannafundi fyrr í dag samkvæmt útvarpsfréttum RÚV klukkan sex.

Þar kom fram að reynt verði að finna starfsfólki önnur störf á Landspítalanum en uppsagnir eru óhjákvæmilegar.

Alls starfa 29 manns í nítján stöðugildum á spítalanum. Sjúklingar sem dvelja á spítalanum verða færðir á Landspítalann.

„Það er komið að niðurskurði. Það er ekki hægt að hagræða meira," sagði Björn í viðtali við RÚV.

Gert er ráð fyrir að tæplega tvöhundruð milljónir sparist við lokun spítalans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×