Erlent

Mikill ótti í Osló

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er allt daglegt líf úr skorðum í miðborg Osló vegna atburðarins. Mynd/ afp.
Það er allt daglegt líf úr skorðum í miðborg Osló vegna atburðarins. Mynd/ afp.
Það greip um sig ótti í Osló þegar sprengingin sprakk, segir Daníel Ingólfsson, sem staddur var í um 300 - 400 metra fjarlægð frá staðnum þar sem sprengjan sprakk. „Við sátum beint hjá ráðhúsinu, um svona 400 metrum frá. Þetta var mjög mikil sprenging," segir Daníel. Stuttu seinna hafi fólk séð reyk.  

Daníel segir að hann og félagar hans hafi ekki verið í hættu. Þeir hafi verið á bakvið ráðhúsið á vinsælum ferðamannastað. Það svæði hafi allt verið rýmt og bannað sé að fara þangað núna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×