Árni Páll fékk tæpar fjörutíu milljónir frá Íbúðalánasjóði Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. júní 2011 12:00 Árni Páll Árnason hélt áfram að fá greiðslur frá sjóðnum eftir að hann settist á þing. Félag í eigu Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, fékk tæplega fjörutíu milljónir króna í greiðslur fyrir ráðgjöf frá Íbúðalánasjóði árin 2004-2008. Árni Páll hélt áfram að fá greiðslur eftir að hann settist á þing. Eftir níu mánaða bið eftir svari fékk Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, loksins skriflegt svar frá velferðarráðherra í gær um sérfræðikostnað Íbúðalánasjóðs árin 2000 til 2008. Í svarinu kennir ýmissa grasa en þar kemur m.a fram að heildarkostnaður Íbúðalánasjóðs vegna sérfræðiráðgjafar hafi numið rúmlega hálfum milljarði króna á tímabilinu. Árin 2004 til 2008 greiðir Íbúðalánasjóður félaginu Evrópuráðgjöf sf. á hverju ári vegna lögfræðiráðgjafar, en félagið er í eigu Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra. Árni Páll var lögmaður í sjálfstæðum rekstri áður en hann tók sæti á Alþingi eftir alþingiskosningarnar 2007. Á árinu 2004 fékk félag Árna Páls 9,7 milljónir króna, 11,9 milljónir á árinu 2005 og 8,2 milljónir á árinu 2006. Sérstaka athygli vekur að félag Árna Páls fékk 5,1 milljón króna fyrir lögfræðiverkefni á árinu 2007, sem var árið sem Arni Páll tók sæti á Alþingi og 1,6 milljónir króna á árinu 2008. Fyrir utan þetta fékk Árni Páll greitt í eigin nafni fyrir ráðgjöf upp á rúmar 2 milljónir króna á árinu 2004. Samtals eru þetta 38,5 milljónir króna sem hann fékk greiddar frá Íbúðalánasjóði fyrir lögfræðiráðgjöf á þessum árum. „Þetta var endurgjald fyrir lögfræðiráðgjöf vegna mála sem sjóðurinn stóð í. Það var verið að verja starfsmöguleika sjóðsins. Bankarnir kærðu sjóðinn og það þurfti að vinna í þeim málum. Það er nú stærstur hlutinn af þessu. Svo voru ýmis önnur verkefni sem ég vann fyrir sjóðinn," segir Árni Páll. Var Íbúðalánasjóður stærsti viðskiptavinur lögfræðistofunnar þinnar? „Nei, ég held nú ekki, en ég man það nú ekki nákvæmlega, hvernig það var."Hluti upphæðarinnar útlagður kostnaður Árni Páll segir að hluti af upphæðinni sé útlagður kostnaður hjá honum sem hann hafi fengið endurgreiddan hjá Íbúðalánasjóði. Hvers vegna varstu ennþá að fá greitt eftir að þú varst þingmaður? „Þetta er nú ekki allt eftir að ég tók sæti á þingi, reikningarnir voru sendir eftir að ég settist á þing. Ég var auðvitað sumarið 2007 að ljúka við mál. Svo var ég beðinn um að vinna ákveðin verkefni í framhaldinu, sem sjóðurinn bað mig um að vinna, og ég vann þau auðvitað." Árni Páll var þingmaður á þessum tíma. Engin ákvæði banna launuð störf þingmanna samhliða þingstörfum og eru fjölmörg dæmi þess af þingmönnum sem nú sitja á þingi. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknar, á 25 prósenta hlut í búvörufyrirtæki. Þá starfaði Illugi Gunnarsson fyrir Glitni banka samhliða þingstörfum og Bjarni Benediktsson, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, var þangað til í lok árs 2008 stjórnarformaður BNT, sem var móðurfélag N1 olíufélagsins. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Félag í eigu Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, fékk tæplega fjörutíu milljónir króna í greiðslur fyrir ráðgjöf frá Íbúðalánasjóði árin 2004-2008. Árni Páll hélt áfram að fá greiðslur eftir að hann settist á þing. Eftir níu mánaða bið eftir svari fékk Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, loksins skriflegt svar frá velferðarráðherra í gær um sérfræðikostnað Íbúðalánasjóðs árin 2000 til 2008. Í svarinu kennir ýmissa grasa en þar kemur m.a fram að heildarkostnaður Íbúðalánasjóðs vegna sérfræðiráðgjafar hafi numið rúmlega hálfum milljarði króna á tímabilinu. Árin 2004 til 2008 greiðir Íbúðalánasjóður félaginu Evrópuráðgjöf sf. á hverju ári vegna lögfræðiráðgjafar, en félagið er í eigu Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra. Árni Páll var lögmaður í sjálfstæðum rekstri áður en hann tók sæti á Alþingi eftir alþingiskosningarnar 2007. Á árinu 2004 fékk félag Árna Páls 9,7 milljónir króna, 11,9 milljónir á árinu 2005 og 8,2 milljónir á árinu 2006. Sérstaka athygli vekur að félag Árna Páls fékk 5,1 milljón króna fyrir lögfræðiverkefni á árinu 2007, sem var árið sem Arni Páll tók sæti á Alþingi og 1,6 milljónir króna á árinu 2008. Fyrir utan þetta fékk Árni Páll greitt í eigin nafni fyrir ráðgjöf upp á rúmar 2 milljónir króna á árinu 2004. Samtals eru þetta 38,5 milljónir króna sem hann fékk greiddar frá Íbúðalánasjóði fyrir lögfræðiráðgjöf á þessum árum. „Þetta var endurgjald fyrir lögfræðiráðgjöf vegna mála sem sjóðurinn stóð í. Það var verið að verja starfsmöguleika sjóðsins. Bankarnir kærðu sjóðinn og það þurfti að vinna í þeim málum. Það er nú stærstur hlutinn af þessu. Svo voru ýmis önnur verkefni sem ég vann fyrir sjóðinn," segir Árni Páll. Var Íbúðalánasjóður stærsti viðskiptavinur lögfræðistofunnar þinnar? „Nei, ég held nú ekki, en ég man það nú ekki nákvæmlega, hvernig það var."Hluti upphæðarinnar útlagður kostnaður Árni Páll segir að hluti af upphæðinni sé útlagður kostnaður hjá honum sem hann hafi fengið endurgreiddan hjá Íbúðalánasjóði. Hvers vegna varstu ennþá að fá greitt eftir að þú varst þingmaður? „Þetta er nú ekki allt eftir að ég tók sæti á þingi, reikningarnir voru sendir eftir að ég settist á þing. Ég var auðvitað sumarið 2007 að ljúka við mál. Svo var ég beðinn um að vinna ákveðin verkefni í framhaldinu, sem sjóðurinn bað mig um að vinna, og ég vann þau auðvitað." Árni Páll var þingmaður á þessum tíma. Engin ákvæði banna launuð störf þingmanna samhliða þingstörfum og eru fjölmörg dæmi þess af þingmönnum sem nú sitja á þingi. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknar, á 25 prósenta hlut í búvörufyrirtæki. Þá starfaði Illugi Gunnarsson fyrir Glitni banka samhliða þingstörfum og Bjarni Benediktsson, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, var þangað til í lok árs 2008 stjórnarformaður BNT, sem var móðurfélag N1 olíufélagsins. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira