Jón Halldór hættir á toppnum með kvennalið Keflavíkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2011 00:33 Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, stýrði liðinu til Íslandsmeistaratitils í kvöld eftir 61-51 sigur í þriðja leiknum á móti Njarðvík í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna. Jón Halldór gaf það út eftir leikinn að hann væri hættur með liðið eftir fimm ára starf en liðið varð tvisvar Íslandsmeistari undir hans stjórn. „Þetta er með því stærsta sem maður hefur afrekað á ferlinum og þetta var ótrúlegt. Það var frábært að ná að klára þetta tímabil svona vel eftir brösugt gengi framan af," sagði Jón Halldór. „Maður er hálf kjánalegur með þetta og hreinlega orðlaus yfir þessarri frammistöðu. Við missum útlendinginn okkar sem var besti leikmaðurinn á Íslandsmótinu og það var frábært að ná að klára þetta með nýjum útlendingi," sagði Jón Halldór. „Ég er svo heppinn að vera með frábært lið í höndunum. Ef einhverjar eiga slakan leik þá koma bara aðrar og stíga upp í staðinn. Ég rúllaði á sjö stelpum í úrslitakeppninni og þær áttu allar frábærar innkomur þegar þær fóru inn á völlinn," sagði Jón Halldór en hann var ekki á því að leikurinn í kvöld hafi verið sá léttasti í úrslitaeinvíginu á móti Njarðvík. „Þetta er erfiðasti leikurinn til þess að undirbúa liðið fyrir hvað varðar andlega þættinn. Að vera tvö-núll yfir á móti liði sem á að vera, innan gæsalappa, slakara en við. Það var frábært að halda haus og klára þetta. Við unnum þetta á vörn í dag," sagði Jón Halldór en hvað tekur við hjá honum. „Nú er ég hættur og það er bara klárt. Ég er búinn að ræða þetta við formann deildarinnar og við fórum síðast yfir þetta fyrir fjórum dögum síðan. Þetta er orðið ágætt," sagði Jón Halldór. „Ég er ógeðslega stoltur af þessum tíma sem ég er búinn að vera hérna. Þetta er búinn að vera frábær tími hjá besta klúbb á Íslandi, það er frábært fólk í kringum þetta og nú er bara komið að einhverjum öðrum að taka við," sagði Jón Halldór en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Dominos-deild kvenna Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Fleiri fréttir Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Sjá meira
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, stýrði liðinu til Íslandsmeistaratitils í kvöld eftir 61-51 sigur í þriðja leiknum á móti Njarðvík í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna. Jón Halldór gaf það út eftir leikinn að hann væri hættur með liðið eftir fimm ára starf en liðið varð tvisvar Íslandsmeistari undir hans stjórn. „Þetta er með því stærsta sem maður hefur afrekað á ferlinum og þetta var ótrúlegt. Það var frábært að ná að klára þetta tímabil svona vel eftir brösugt gengi framan af," sagði Jón Halldór. „Maður er hálf kjánalegur með þetta og hreinlega orðlaus yfir þessarri frammistöðu. Við missum útlendinginn okkar sem var besti leikmaðurinn á Íslandsmótinu og það var frábært að ná að klára þetta með nýjum útlendingi," sagði Jón Halldór. „Ég er svo heppinn að vera með frábært lið í höndunum. Ef einhverjar eiga slakan leik þá koma bara aðrar og stíga upp í staðinn. Ég rúllaði á sjö stelpum í úrslitakeppninni og þær áttu allar frábærar innkomur þegar þær fóru inn á völlinn," sagði Jón Halldór en hann var ekki á því að leikurinn í kvöld hafi verið sá léttasti í úrslitaeinvíginu á móti Njarðvík. „Þetta er erfiðasti leikurinn til þess að undirbúa liðið fyrir hvað varðar andlega þættinn. Að vera tvö-núll yfir á móti liði sem á að vera, innan gæsalappa, slakara en við. Það var frábært að halda haus og klára þetta. Við unnum þetta á vörn í dag," sagði Jón Halldór en hvað tekur við hjá honum. „Nú er ég hættur og það er bara klárt. Ég er búinn að ræða þetta við formann deildarinnar og við fórum síðast yfir þetta fyrir fjórum dögum síðan. Þetta er orðið ágætt," sagði Jón Halldór. „Ég er ógeðslega stoltur af þessum tíma sem ég er búinn að vera hérna. Þetta er búinn að vera frábær tími hjá besta klúbb á Íslandi, það er frábært fólk í kringum þetta og nú er bara komið að einhverjum öðrum að taka við," sagði Jón Halldór en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Fleiri fréttir Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Sjá meira